DRAUMLAND

Yfirlitssýning á verkum Völundar Björnssonar 1936-2012

Það er Ekkisens mikill heiður að bjóða upp á þann merkisviðburð sem frumsýning á helstu verkum myndlistarmannsins Völundar Draumlands Björnsonar er.

Þann 20. júlí kl. 17:00 verður opnaður I. hluti af sýningarseríu sem ætluð er til þess að gera skil á verkum hans og ævistarfi. Ber sýningin yfirtitilinn „Draumland“ og stendur til 28. ágúst. Verið hjartanlega velkomin á þennan stórviðburð í íslenskri myndlistarsögu.

Völundur Draumland Björnsson var fæddur árið 1936 í Reykjavík. Hann var samferðarmaður Dags Sigurðarsonar, Jónas Svafárs, Elíasar Marar og fleirri listamanna sem áttu það sameiginlegt að lifa og starfa á skjön við ríkjandi samfélagshefðir. Völundur var virkur í sýningahaldi á yngri árum og sýndi þá oftar en ekki í slagtogi við Dag Sigurðarson. Með árunum dró hann sig til baka frá almennu sýningahaldi en hélt þó áfram að vinna að verkum sínum. Hann fékkst við tréristur, olíumálverk, vatnslitamyndir, ljósmyndun og þýðingar svo fátt eitt sé nefnt. Verk hans endurspegla sterka félagslega meðvitund um íslenskt samfélag í hnattrænu samhengi, eru oft á tíðum mjög pólitísk og bera sterk höfundaeinkenni.

Völundur Draumland Björnsson átti vinnustofu og heimili á jarðhæð að Bergstaðastræti 25B þar til hann kvaddi þennan jarðheim árið 2012, en í því húsnæði hefur gallerí Ekkisens nú verið rekið á annað ár.

DSCF1845

DRAUMLAND

Yfirlitssýning á verkum Völundar Björnssonar 1936-2012

Það er Ekkisens mikill heiður að bjóða upp á þann merkisviðburð sem frumsýning á helstu verkum myndlistarmannsins Völundar Draumlands Björnsonar er.

Þann 20. júlí kl. 17:00 verður opnaður I. hluti af sýningarseríu sem ætluð er til þess að gera skil á verkum hans og ævistarfi. Ber sýningin yfirtitilinn „Draumland“ og stendur til 28. ágúst. Verið hjartanlega velkomin á þennan stórviðburð í íslenskri myndlistarsögu.

Völundur Draumland Björnsson var fæddur árið 1936 í Reykjavík. Hann var samferðarmaður Dags Sigurðarsonar, Jónas Svafárs, Elíasar Marar og fleirri listamanna sem áttu það sameiginlegt að lifa og starfa á skjön við ríkjandi samfélagshefðir. Völundur var virkur í sýningahaldi á yngri árum og sýndi þá oftar en ekki í slagtogi við Dag Sigurðarson. Með árunum dró hann sig til baka frá almennu sýningahaldi en hélt þó áfram að vinna að verkum sínum. Hann fékkst við tréristur, olíumálverk, vatnslitamyndir, ljósmyndun og þýðingar svo fátt eitt sé nefnt. Verk hans endurspegla sterka félagslega meðvitund um íslenskt samfélag í hnattrænu samhengi, eru oft á tíðum mjög pólitísk og bera sterk höfundaeinkenni.

Völundur Draumland Björnsson átti vinnustofu og heimili á jarðhæð að Bergstaðastræti 25B þar til hann kvaddi þennan jarðheim árið 2012, en í því húsnæði hefur gallerí Ekkisens nú verið rekið á annað ár.

DSCF1845

VÖLUNDUR DRAUMLAND BJÖRNSSON