Völundur Draumland Björnsson var fæddur árið 1936 í Reykjavík. Hann var samferðarmaður Dags Sigurðarsonar, Jónas Svafárs, Alfreðs Flóka, Elíasar Marar og fleirri listamanna sem áttu það sameiginlegt að lifa og starfa á skjön við ríkjandi samfélagshefðir.

Völundur var virkur í sýningahaldi á yngri árum og sýndi þá oftar en ekki í slagtogi við Dag Sigurðarson. Með árunum dró hann sig til baka frá almennu sýningahaldi en hélt þó áfram að vinna að verkum sínum. 

Hann fékkst við tréristur, olíumálverk, vatnslitamyndir, ljósmyndun og þýðingar svo fátt eitt sé nefnt. 

Verk hans endurspegla sterka féagslega meðvitund um íslenskt samfélag í hnattrænu samhengi, eru oft á tíðum mjög pólitísk og bera sterk höfundaeinkenni. 

 

völundur